1.8.2007 | 11:30
Börnin byrja í nýjum leikskóla
Börnin okkar, Bríet og Þengill, byrjuðu á nýjum leikskóla í dag, þar eð við erum flutt í nýtt hverfi. Leikskólinn heitir Hulduheimar.
Aðlögun byrjaði sem sagt og ég fór með Bríeti (þó ég sé enn lasinn) og Þengill var í fylgd mömmu sinnar. Dagurinn í leikskólanum var bara 40 mínútur en Bríeti tókst að sýna hvað hún er mikill snillingur eina ferðina enn. Hún var spurð af því hvenær hún ætti afmæli (2. júní) og hún fann ekki orðið sem passaði við framburðinn á 2. (annar) júní og kom því með orð sem passaði næstum því og svaraði: "Næsti júní".
Aðlögun byrjaði sem sagt og ég fór með Bríeti (þó ég sé enn lasinn) og Þengill var í fylgd mömmu sinnar. Dagurinn í leikskólanum var bara 40 mínútur en Bríeti tókst að sýna hvað hún er mikill snillingur eina ferðina enn. Hún var spurð af því hvenær hún ætti afmæli (2. júní) og hún fann ekki orðið sem passaði við framburðinn á 2. (annar) júní og kom því með orð sem passaði næstum því og svaraði: "Næsti júní".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.