23.7.2007 | 14:35
Ákaflega mikilvæg frétt af Lúkas
Þetta er nú farið að vera með eindæmum með þennan blessaða hund. Til hvers í ósköpunum er verið að fjalla svona um einn h#$%$& hund? Er þetta ekki sönnun þess að gúrkutíð er að fara með "fjölmiðla" þessa dagana? Hvernig væri nú að fjölmiðlar færu að snúa sér að því sem skiptir máli, hver kom þessu djöfulsins rugli af stað? Gúrka frænka?
Þetta er álíka merkilegt og fréttir af París Hilton. Akkúrat ekki-merkilegt.
Þetta er álíka merkilegt og fréttir af París Hilton. Akkúrat ekki-merkilegt.
Lúkas kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, þetta er farið að vera pínlegt að lesa um þetta.
Sigrún (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:39
Nákvæmlega... ef það kemur ein frétt í viðbót um þetta hundsræksni þá fer ég og "myrði" hundinn...
en þá kemst hann líklegast aftur í fréttir þannig að ég geri mér ekki mikinn greiða.
Anderson, 23.7.2007 kl. 15:11
Þetta snérist ekkert bara um þennan eina hund, heldur réttindi dýra hérlendis, sem eru vægast sagt lítil.
Ef þú hefur svona lítið álit á þessu máli, afhverju varstu að eyða tíma í bloggfærslu um það?
Sigrún (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:32
"Þetta snérist ekkert bara um þennan eina hund, heldur réttindi dýra hérlendis, sem eru vægast sagt lítil."
Já það er kominn tími til að auka réttindi dýra. Kirkjan neitar til dæmis ennþá að gifta hunda og oft heyrir maður um að fólk komi fram við hunda eins og dýr.
Ég ætla að halda kertafleytingu til stuðnings bílsins míns í kvöld kl.8 á Tjörninni. Það var keyrt á aumingja strákinn þar sem hann beið eftir mér um daginn og viðkomandi stakk af. Lögreglan hafði ekki fyrir því að rannsaka það mál þó að númer hins bílsins hafi náðst. Ótrúlegt hvað bílar hafa lítil réttindi á Íslandi
Steinar Örn, 24.7.2007 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.