16.7.2007 | 10:02
Congrats (Saving) Iceland, allt í lukknar velstandi - tékkið heimildir
Þessi frétt er ekki um könnun heldur niðurstöðu á útreikningum samtakanna New Economics Foundation and Friends of the Earth. Þessi samtök búa saman til svokallaðan Happy Planet Index sem er reiknaður út frá hagtölum landanna. Forsendur reikninga virka samt á mig eins og að þessi frétt sé svolítið misvísandi því að hamingja Íslendinga er ekki útkoman úr útreikningum heldur hversu plánetan og menn lindir vel saman hér á Íslandi. Það sem er forsenda fyrir þessum stuðli eru þrjú atriði: Lífsánægja, lífslíkur og umhverfismál.
Stuðullinn er því niðurstaða úr útreikningi:
Lífsánægja * lífslíkur
umhverfismál
Því má segja að Saving Iceland hafi nú enn eitt tilefnið til að dansa, syngja og skemmta sér á götum Reykjavíkur. Fagna lífinu og hvað það er æðislegt að búa á Íslandi, í lífshamingulegum og umhverfislegum skilningi Kannski löggurnar geti núna líka glaðst með þeim.
Make love, not war.
Fyrir fréttamenn. Í framtíðinni, skoðið aðeins betur heimildir. Því á heimasíðu Happy Planet Index stendur berum orðum:
The Index doesnt reveal the happiest country in the world. It shows the relative efficiency with which nations convert the planets natural resources into long and happy lives for their citizens. The nations that top the Index arent the happiest places in the world, but the nations that score well show that achieving, long, happy lives without over-stretching the planets resources is possible. The HPI shows that around the world, high levels of resource consumption do not reliably produce high levels of well-being (life-satisfaction), and that it is possible to produce high levels of well-being without excessive consumption of the Earths resources. It also reveals that there are different routes to achieving comparable levels of well-being. The model followed by the West can provide widespread longevity and variable life satisfaction, but it does so only at a vast and ultimately counter-productive cost in terms of resource consumption.
Það er hálf sorglegt ef tölvunjörðurinn ég, með próf í slíku (tölvunarfræðingur), stendur sig betur en fréttamaður í að lesa sig til um fréttir og kanna heimildir. Það þarf ekki mikið til, bara smá pungapróf í gúgglun.
Íslendingar hamingjusamastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur. Þú ættir að benda fréttagaurnum á þetta. Að minnsta kosti hef ég betri skilning á þessu núna.
Takk.
Gunnlaugur Karlsson, 16.7.2007 kl. 13:23
Sammála þér með þessa "saving Iceland" aula! Þær gætu jú bjargað landinu með því að hunskast héðan ! En flott rannsóknarblaðamennska hjá þér!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.7.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.