7.6.2007 | 15:33
Ég fann upp vél í hádeginu sem ferðast í tíma og rúmi.
Þar sem ég sat við matarborðið í hádeginu datt mér í hug lausn á vél sem myndi hjálpa mörgum að flakka um í tíma og rúmi. Þetta er í raun einföld vél og ég er búinn að útfæra í huganum nokkuð góða lausn á flestum valmöguleikum sem notandi vélarinnar fær til að velja úr.
S.s. vélin er með fjóra valmöguleika, falda í tökkum. Takkarnir eru þessir.
- Ferðast í tíma.
- Ferðast í rúmi
- Ferðast í tíma og rúmi
- Ferðast hvorki í tíma né rúmi
Takki 2 felst í því að þegar stutt er á hnappinn fær notandinn valmöguleika hvaða miðla hann vill nota við að ferðast í rúmi, og hvert. Hann getur notað bíl, hest, hjól, rúlluskauta, flugvél, farþegaþotu, skip, kafbát, loftbelg og geimskutlu. Ferðalagið takmarkast þó við okkar sólkerfi.
Takki 3 er blanda af takka 1 og 2. Þ.e. notandinn getur farið hvert sem er í sólkerfinu með sömu samgöngutækjum og getur einungis ferðast áfram í tíma. Hver tímaeining tekur jafnlangan tíma að ferðast og farið er, þ.e. ein sekúnda tekur eina sekúndu.
Ég er búinn að útfæra takka 4. Nema hvað að maður slædar sjálfvirkt í tíma eins og við gerum öll.
Þessi útfærsla er vernduð með höfundarrétti (nútímans, bundið við núið).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.