6.6.2007 | 11:19
Skrítið að eftirspurn skuli vera eftir "ókeypis"
Maður nokkur sagði fyrir nokkrum árum "Þar sem er ókeypis, þar er eftirspurn" og fékk smá bágt fyrir. En þetta er bara satt.
Það virðist ekki vera neitt lát á því sem háskólanemar vilja fá ókeypis. Ókeypis menntun (sem er rándýr en aðrir borga), ókeypis í strætó, hræbilleg lán, ókeypis bækur. Skemmtilegur þrýstihópur, þessir háskólanemendur.
Annars er þetta svosum ekkert vitlaus hugmynd. Þessir vagnar ganga hvort eð er tómir um göturnar, sakar ekki að létta á umferðinni vestur í bæ á morgnanna og leyfa háskólanemum að fljóta með ókeypis. Gæti reynst ágætis samgöngubót fyrir einkabílana.
Stúdentar vilja fá frítt í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki meira spurning um vistvænar götur og lækkun á svifryki
/ mengun heldur en hvort það eru Háskólanemendur, aldraðir eða fatlaðir
sem fá frítt í strætó?
Ef að
einhverjir ættu að fá frítt í strætó, þá finnst mér það vera aldraðir
og fatlaðir. Einnig tel ég leikskóla sem fara nokkuð oft í hópferðir í
strætó eiga að fá frítt inn. Ef að allir þessir hópar fá frítt í
strætó, af hverju ekki að gera strætó bara að ókeypis
þjónustu? Ríkið getur nú alveg lagt einhverja peninga í þetta
fyrirtæki, og ekki myndi það leggja meira álag á göturnar okkar en nú
þegar er orðið.
En það sem ég vildi upphaflega segja er að
ekki telji ég máli skipta 'hverjir' fái frítt í strætó, heldur að
fleirri taki þessa blessuðu rútur og að umferðin í Reykjavík slaki
aðeins á.
Magnús (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:57
Það er einmitt staðreyndin með almenningssamgöngur, þeir sem ekki nota þær græða líka þegar farþegum fjölgar.
Annars eru víst 15.000 manns sem nota strætó á dag á höfuðborgarsvæðinu yfir háveturinn.
Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:58
Mér finnst nú illa að háskólanemum vegið þarna hjá þér. Það eru ekki aðrir sem borga eingöngu, heldur líka nemendurnir sjálfir, síðar á lífsleiðinni, þegar þeir fara að þéna alla þessa peninga sem þeir eiga víst að mokgræða allir saman að námi loknu. Svo segi ég enn og aftur að það eru ekki bara nemendurnir sem græða á náminu, heldur samfélagið allt - í mörgum tilfellum alla vega. En hvað veit ég, ég er argasti kommi.
En reyndar er það rétt hjá þér að stúdentar eiga auðvitað ekki að fá hvað sem þeir vilja upp í hendurnar ókeypis; það gengur ekkert upp. Ókeypis strætó er hins vegar mjög góð hugmynd. Af hverju ekki að byrja á því að gefa til dæmis öldruðum, öryrkjum, og nemendum ókeypis og sjá hvernig það gengur - eða þá einhvern einn eða tvo af þessum hópum? Eða þá bara lækka fjárans miðana; ég hef sagt það oft að ef þeir væru ódýrari myndi ég taka strætó við og við, en eins og er þá borgar það sig bara ekki að taka strætó nema maður kaupi kort, og þá verður maður auðvitað að taka strætó mjög reglulega. Stefnan núna er: Annað hvort tekurðu strætó eða ekki ... en hún ætti að mínu mati að miðast miklu meira við að gera fólki sem á bíl fýsilegra að sleppa honum við og við.
Þarfagreinir, 6.6.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.