23.5.2007 | 08:13
Góð niðurstaða, lélegur ráðherra farinn.
Það er ágætt að Sturla er ekki lengur samgönguráðherra. Mér er ekkert sérlega vel við hann, svo vægt sé að orði komist. Stuðningsmenn hans voru staðnir að kosningasvindli hér fyrir fjórum árum, í prófkjöri, og maður hefði haldið að þá myndi þetta verða betra í ár. En nei, það var þá bara handraðað á listann, óþarfi að svindla.
Þar að auki aulaðist hann ekki til að setja tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar á dagskrá fyrr en blóðugt ár kom, eins og kom í fyrra, þegar 31 létust í banaslysum. Samt hefur það legið fyrir lengi að þessir vegir eru langhættulegastir á landinu. Nei nei, borum bara göng í staðinn út um allt fyrir örfáar hræður. Endilega. Talandi um vitlausa forgangsröðun.
Og síðasta klúðrið hjá kalli var Grímseyjarferjan. Keypt einhver gömul og afdönkuð ferja frá Írlandi fyrir Grímseyinga, hverra eina samgöngutæki við meginlandið er einmitt ferjan. Á sama tíma er keypt splunkuný ferja fyrir kjördæmi ráðherrans sem tók við af ferjunni Baldri.
Farvel Sturla. Möllerinn á eftir að standa sig mun betur en þú, í það minnsta er erfitt að gera verr. Og það er eiginlega óskiljanlegt hvernig þú fórst að því að vera ráðherra í svona langan tíma.
Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Nei nei, borum bara göng í staðinn út um allt fyrir örfáar hræður."
Gáfuleg skrif.....Eru þessar örfáu hræður minna virði heldur en margar hræður????
runa (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:30
Hjartanlega sammála þér, hefur alltaf fundist Sturla vera í þessu starfi af hálfum hug.
Gestur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.