Af hverju er útivistartími bundinn í lög?

Þegar ég var krakki og unglingur skildi ég aldrei af hverju útivistartími var bundinn í lög. Mamma og pabbi sögðu mér hvenær ég ætti að koma inn og það voru þau lög sem ég fór eftir. Löggan þurfti ekki að fylgjast með því, því löggan var heima.

Enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju þetta þarf að vera í lögum. Og mig grunar að þegar það kemur að mér sem foreldri að stýra útivist barna minna muni ég ekki huga neitt að því hvað lagabókstafurinn segir heldur frekar veðri, árstíma, dagskrá næsta dags og öðrum þáttum.

Hvernig er það, er fylgst með þessu í sveitum landsins? Þegar heyskapur er á fullu hjá bændum og menn keppast að nýta þurrkinn, er þá löggan að fylgjast með að ungar, hjálpsamar hendur fylgi lagabókstafnum? Og í sumarbústöðum, hvað með þá? Er löggimann að fylgjast með því að börn séu ekki að leika sér of mikið úti á björtum sumarkvöldum fram að miðnætti? Gleyma sér í að búa til ævintýraheima og góðar minningar fyrir ævikvöldið?

Nei, þessi lög um útivist barna þurfa góða stólpípu.


mbl.is Útivistartími barna breyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Börnin mega vera með fullornum í heyskapnum. Þau mega vera úti með forráðamömum eða öðrum ábyrgum aðilum. Og hver skiptir sér svo sem að því að þau leiki úti í sveit eða úthverfunum eftir að komin er vor og það er bjart. Við Íslendingar hörum aldrei farið eftir þessum lögum en þau eru góð t.d. í miðborginni því þar hafa börn ekkert að gera eftir útivistatíma. Semsagt þau eiga að vera börnunum til varnar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.5.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband