26.4.2007 | 13:48
Grasekkill - dagur 12
Fyndi hvernig minnið leikur mann, or the lack thereof. Þar sem ég undirbjó okkur (vakna, klæða sig, borða morgunmat, fara í útifötin) til að fara í leikskólann í gær til að setja upp leikrit og syngja, var ég með í lúppu í hausnum á mér "muna eftir video vélinni, muna eftir video vélinni" því ég ætlaði að taka þetta upp fyrir Elsu. Hverju gleymdi ég heima? Video vélinni. Að sjálfsögðu.
Góðar fréttir komu núna áðan. Spúsa mín hringdi og ætlar að koma til landsins á morgun kl 15 í stað kl 21. Ástæðan? Jú, starfsmenn SAS eru í (ólöglegu?) verkfalli og það mun verða einnig á morgun. Sem myndi þýða að Elsa yrði föst einhvers staðar á leiðinni heim og kæmist ekki fyrr en á (kannski) laugardaginn. En mín sá fyrir þessu og hefur massað til einhverja nýja flugleið heim til að komast í faðm fjölskyldunnar. Mikið afskaplega var gott að fá þessa hringingu.
Þannig að við Bríet og Þengill förum á morgun og náum í mömmu. Ég veit um tvær litlar manneskjur og tvær fullorðnar sem verða himinlifandi þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.