Sjallar í garðinn í boði Samfylkingarinnar

Ég fékk tvo miða afhenta við Rimaskóla í gær á sumardeginum fyrsta. Samfylkingin er með kosningaskrifstofu í Miðgarði í Grafarvogi og sendi strák út af örkinni með bunka af miðum að gefa. Og hann gaf mér einn og svo fann ég einn siðar.  Ég ætla að fara með börnin mín og njóta dagsins með þeim þarna. Þetta verður örugglega gaman. Og það verður gott veður líka því ég á afmæli og það er alltaf gott veður á afmælsidegi mínum. Svo lengi sem ég man eftir mér.

Það vill þó svo skemmtilega til að ég er yfirlýstur Sjalli sem og sá sem fær að njóta hins miðans. Hann kemur með sína fjölskyldu. Ég mun þó þakka fyrir mig ef ég sé Össur, Ingibjörgu eða aðra frambjóðendur, og ef ekki, þá þakka ég hér með fyrir mig. Mér datt í hug að mæta með bláa XD nælu en það væri bara dónaskapur og vanþakklæti. Og það er ekki minn stíll að vera vanþakklátur dóni.


mbl.is Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband