23.3.2007 | 12:42
Jesús, María, Jósef og Tom Cruise hvað hún er stór
Mér varð það á að líta til hliðar akkúrat þegar vélin fór fram hjá vinnustað mínum og sá hana ansi vel. OG HVAÐ HÚN ER STÓR! Váááááááá. Og miðað við stærð virkaði flughraðinn eins og hún rétt silaðist áfram, haldið uppi af einhverju kraftaverki.
Það sem vakti athygli mína einnig að enginn hávaði barst frá vélinni. Það heyrðust akkúrat engar drunur eða hljóð yfir höfuð. Man ég þá tíð að maður gat varla talað saman á jörðu niðri ef flugvél flaug yfir í 33.0000 feta hæð. Núna flýgur hún yfir í tveggja metra hæð án hljóðs.
Hei, nýtt slagorð í Kók auglýsingu. Stærsta flugvél í heimi með ZERO hljóði. Nei, virkar ekki, vantar alla karlrembu í þetta.
Stærsta farþegaþota í heimi yfir Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Já þetta er þvílíkt monster, maður nær varla upp í þetta!
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.3.2007 kl. 12:45
Svona eiga vélar að vera þetta er allvöru monster
Kristberg Snjólfsson, 23.3.2007 kl. 13:24
Ég sá hana líka, hún líktist helstArmageddon að fljúga yfir litla Ísland... úfff !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2007 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.