2.3.2007 | 08:01
Eðlileg niðurstaða
Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las frávísunarkröfu lögmanna forstjóranna á sínum tíma. Rök þeirra fyrir frávísun voru svo sterk að sú niðurstaða að verða af kröfu þeirra kom mér alls ekki á óvart.
Ekki einungis er búið að dæma í málinu nú þegar heldur virðist ekki vera nokkur lögfræðileg stoð í að kæra einstaklinga í þessu máli. Lögin voru bara gloppótt til að byrja með hvað þetta varðar. Það er mín trú að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum, og það þýðir að hrappar á borð við Kidda Glæp eiga ekki að líða fyrir það að almenningur vill sjá hann á bak við rimmla. Ef málið er ónýtt og andvana fætt ber að vísa því frá. Simple as that.
Nú stendur til að laga lögin hvað þetta varðar og er það vel. Einnig væri þess óskandi að löggjafinn vandaði meira til verksins en í þessum lögum.
Ég fékk mér Dælulykli Atlantsolíu um leið og þeir komu og hef ekki verslað hjá olíufélögunum síðan, nema þegar ég kemst ekki hjá því eins og á hringveginum. Það er vonandi að það fólk sem í þessari könnun vill sjá þá forstjóranna svitna, geri slíkt hið sama. Láta þá finna fyrir því þar sem þeim svíður sárast, í afkomutölum ársreikninga. Stórir eldsneytisnotendur sem olíufélögin sviku og féflettu ættu líka að snúa sér til Atlantsolíu.
Mikil óánægja með frávísun í máli forstjóra olíufélaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég fékk einnig dælulykil og kem ekki nálægt hinum félögunum nema í ýtrustu nauðsyn. En við Íslendingar erum því miður allra þjóða linastir við að standa á rétti okkar þegar á okkur er brotið....
Bjartmar (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.