Bravó velferðarnefnd!

Ögmundur reyndi að henda burt einu stærsta jafnréttisbaráttumáli karla í langan tíma, og að sama skapi (að sjálfsögðu) réttarbót til handa börnunum, dómaraheimildinni svokölluðu, þar sem dómurum er heimilt að dæma jafnt forræði foreldra í forsjármálum við skilnað. Honum Ögmundi varð ekki að ósk sinni, velferðarnefnd sá til þess.

Mig grunar að Guðmundur Steingrímsson hafi leitt þá breytingu.

En sjáið í Grein Ögmundar, sem má lesa í heild sinni á smugunni, hvað hann gefur lítið fyrir einróma álit og atkvæði Alþingis, sem og allan þann fjölda sérfræðinga og álitsgjafa sem einmitt vildu dómaraheimildina.

http://smugan.is/2012/06/barnalog-til-gods-thratt-fyrir-breytingar-althingis/

Og Ögmundur tekur fram í grein sinni á Smugunni að hann vantreystir dómurum landsins í þessu máli. Ögmundur er ráðherra dómstóla. Já, þetta er alveg stórmerkilegt.

En allavega, það er tilefni til að fagna, stórt réttlætismál varð ekki eyðilagt af Ögmundi og co heldur kom velferðarnefnd til bjargar.

Bravó! 


mbl.is Ögmundur Jónasson: Sátt er betri en þvingun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband