Um ógildingu kosninganna í heild vegna galla

Mig langar bara til að nefna nokkuð sem ég var einungis að taka eftir í dag við lestur frumheimilda, þ.e. lög landsins og ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Það hefur verið sagt af mörgum, og ansi hátt jafnvel, að "Gallar á framboði eða kosningu leiða ekki til ógildingar kosninga, nema ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna." Þetta er að finna í lögum um kosingar til sveitastjórna, grein 94.(2)

Hvergi er slíkt að finna í lögum um kosningar til Alþingis. Samt eru lög til kosninga til Alþingis höfð sem fyrirmynd í lögum um stjórnlagaþing, s.s. vitnað í þau lög hvernig eigi að gera hlutina. Ekki lögin um sveitastjórnarkosningarnar.

Einnig er hvergi minnst á lög um sveitastjórnarkosningar í ákvörðun Hæstaréttar (1) heldur einungis vísað í lög um kosningar til Alþingis(3).

Þess vegna virðist vera sem svo að þjóðfélagsumræðan, byggð á þessari fullyrðingu um "Gallar á framboði eða kosningu leiða ekki til ógildingar kosninga, nema ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna" sé byggð á röngum forsendum. Þau lög sem höfð eru að leiðarljósi í ákvörðun Hæstaréttar segja akkúrat ekkert í þessa átt. Það næsta sem lögin komast að þessu er í grein 120 um "Úrskurður Alþingis um gildi kosninga" en þar er fjallað um ógildingu á kjöri einstakra þingmanna eða lista í kjördæmum.

Hér eru frumheimildir mínar:

  1. Ákvörðun Hæstaréttar
  2. Lög um kosningar til sveitarstjórna
  3. Lög um kosningar til Alþingis

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband