1.10.2010 | 13:03
Aðgerðin tókst vel en sjúklingurinn dó
Aðgerðin, að stytta stúdentsnámið niður í tvö ár, tókst vel.
Sjúklingurinn dó samt, því það er augljóst af þessum fréttum að siðleysið mun eyðileggja þessa aðgerð. Nú mun menntamálaráðherra stöðva þetta verkefni út af þessu lánamáli skólans og arðgreiðslum. Að hagnast á menntastarfssemi er mikið eitur í beinum sósíalista, að hagnast á menntastarfssemi þegar hagnaðurinn er tekinn út með siðleysi og nk. þjófnaði er eitur í beinum heiðarlegs fólks.
Við skulum samt muna eitt: Menntamálaráðuneytið, undir forystu Þorgerðar Katrínar, reyndi að stytta stúdentsnámið um eitt ár, og það mistókst. Einkaskóla tókst það frá á fyrsta starfsári.
Merkilegt....
Lánastarfsemin heyrir sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.