Ekki gleyma Frökkum! Tvöfaldir meistarar 2000

"Spánverjar eru þar með bæði Evrópu- og heimsmeistarar en það er í annað sinn í sögunni sem það gerist. Þjóðverjar afrekuðu það árið 1974."

Rangt.

Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 og svo Evrópumeistarar 2000 með sigri gegn Ítalíu, með marki Trezeguet í framlengingu. Þeir voru því heims- og Evrópumeistarar á sama tíma.

Aftur á móti eru Spánverjar að verða annað landsliðið sem FYRST verður Evrópumeistari og svo heimsmeistari (sem ríkjandi Evrópumeistari). Setningin væri rétt ef sú spegúlering væri í gangi. 

Annars var þessi leikur merkilega leiðinlegur. Grófur og hundleiðinlegt miðjumoð í gegn. Leikur Þýskalands og Uruguay í gær var miklu, miklu skemmtilegri. 


mbl.is Spánverjar heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í þessu samhengi er verið að tala um ríkjandi meistara. þ.e spánn og þjóðverjar voru ríkjandi evrópumeistarar þegar þeir unnu sína hm titla, frakkar voru það ekki og eru því ekki taldir hér i þessari talningu. hins vegar er alveg rétt hjá þér að frakkar unnu evrópu titillinn 2000.

þórarinn (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband