Gott mál - nú fer þetta kannski underground

Ég fagna þessum lögum, því jú, það hefur verið sýnt fram á að samhliða þessari "listgrein" eru vandamál sem þarf að vinna bug á. Vonandi heftir þetta bann mannsal á Íslandi.

Gallinn er tvennskonar. Það er hætta á að þessi iðja annað hvort fari framhjá banninu eða fari í undirheima. Þegar það síðarnefnda gerist verður það alltaf verra fyrir þær konur sem eru þarna við iðju sína.

Svo er líka annar flötur: Mannsal á Íslandi, þ.e. það sem hefur komist upp, hefur verið þannig að um útlendinga er að ræða, sem fluttir eru nauðugir hingað, eða flytjast hingað á fölskum forsendum og er haldið hér nauðugum. Þeir verða áfram í mannsali. Bara annars staðar í heiminum. 


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Fagnaðu þessu einmitt en einn snillingurinn sem fagnar þessari forgangsröðun þingsins.
Ekkert spurning um hvort að þetta fari neðanjarðar... ÞETTA FER neðanjarðar engin spurning um hvað þá...... Ég hef unnið á 2 af þessum stöðum á meðan ég lærði þjóninn og ég tók ALDREI eftir vændi...
Sorry eitt mál kom upp þá var stelpan sjálf að selja sig og var hún send heim með það SAMA....
Ég veit það fyrir víst þar sem að við vorum 2 sem keyrðum hana uppá flugvöll AUK þess sem lögregla var látin vita.

EN ok þið viljið hafa þetta svona glæsilegt......

Kristvin Guðmundsson, 23.3.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ef þetta er ofanjarðar, þá er auðveldara að fylgjast með því hvort mannsal sé á ferðinni.   Mjög sennilega er mannsalsfórnarlömb mjög lítill hluti dansaranna.   Mannsal er allt hvort sem er neðanjarðar og sennilega í vændi, sem blómstrar á netinu.    Þessi lög er bara eitt af því sem er svo ríkt á þinginu, en það er að hafa vit fyrir fólki.   Þótt allir þátttakendur séu sammála um hlutinn, og hann stundaður á prívat stöðum eins og í einkasamkvæmum og svefnherbergjum og þá mærður af flestum.   Vegna svona mála, minnkar virðing fyrir þingi og lögum.

Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 16:44

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Bannað þýðir bara meira "spennó" að finna þetta í undirheimum...

Þeir eru alltaf svo gáfaðir á þingi ...

Ólafur Björn Ólafsson, 23.3.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Núna bætast nektarunnendur í hóp fíkniefnaneytenda, pókerspilara og þeirra sem vantar stórlán á háum vöxtum í sístækkandi neðanjarðarsamfélagi Íslands.

Geir Ágústsson, 23.3.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband