22.3.2010 | 23:22
Stöðuleikasáttmálinn endanlega fyrir bí?
Ég held að það sé ekki úr vegi fyrir fólk að lesa Stöðuleikasáttmálann (pdf). Tilgang hans, markmið, skref í átt að markmiðinu og framvitndu.
SA og ASÍ hafa staðið við sitt.
Ekki ríkið.
Bendi ég á lið 4 á bls 2 og lið 13 á bls 4.
Tilvitnun:
-----------------------
4. Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu
Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Undirbúningsvinnu verði hraðað vegna áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, s.s. gagnaverum og kísilflöguframleiðslu.
Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1.nóvember 2009.
Einnig verði unnið skipulega að úrvinnslu áforma um aðrar stórfjárfestingar í atvinnulífinu þannig að taka megi ákvarðanir sem fyrst um hugsanlegan framgang þeirra.
13. Fyrirvari Samtaka atvinnulífsins vegna sjávarútvegsins
Samtök atvinnulífsins viðhalda þeim fyrirvara gagnvart framlengingu kjarasamninga að vinna á vegum ríkisstjórnarinnar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar verði í þeim sáttafarvegi sem lagt var upp með við skipan nefndar til þess að vinna að því máli.
-----------------------
Veltið því svo fyrir ykkur hver hefur EKKI staðið við sitt. Ítrekað.
Mér er sama hvaða afstöðu fólk hefur til ríkisstjórnar, ASÍ eða SA. Samkomulag er málamiðlun svo að aðilar með mismunandi skoðanir og hagsmuni geti komist að sanngjarnri niðurstöðu. Nú hefur einn aðili að Stöðuleikasáttmálanum (ríkisstjórnin) ítrekað gefið skít í hann á meðan aðrir standa við sitt.
Þetta væri kannski ekki svo mikilvægt ef ekki lægi fyrir sú staðreynd að þeir samningar, sem frestað var af launþegasamtökum og SA, verða lausir í haust. Þessi launþegasamtök eru m.a. KÍ og BSRB.
Veltið því fyrir ykkur í hversu miklum sáttarham þessi samtök verða í garð ríkisstjórnarinnar þegar kemur að samningum. Svo ég tali nú ekki um algeran trúnaðarbrest. Með lögunum á flugstéttirnar undanfarna daga í ofanálagt.
Ríkisstjórnin er ekki einungis að stórhamla allri uppbyggingu hérlendis og framlengja miklu atvinnuleysi. Hún er líka að strá vantrausti og illindum hjá fólki sem mun kljást við ríkið í haust.
Og hvorki ríkið né SA á túskilding með gati í til að hækka laun.
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
er ekki stöðugleikasáttmálinn löngu fyrir bí - allavega furðulegt að hann snúist bara um að almenningur taki á sig kjaraskerðingar,skattahækkanir og atvinnumissi þegjandi og hljóðalaust,svo ef eitthvað á að eiga viðþað sem snýr að atvinnurekendum þá er hótað og krafist.....og með lögum á flugstéttirnar,það hefur þótt alveg sjálfsagt að setja lög á sjómenn trekk í trekk.
árni (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:43
Er fólk virkilega enn að búast við því að þessi volaða stjórn standi við orð sín? Nú eða samninga?
Hrunaárgilið í foræstisráðuneytinu og Heljarkambur fjármálaráðherra gera bara það sem þeim sýnist - þegar þeim sýnist - Kokgleypuhæfileiki Skötuselsins bliknar við hliðina á þessum tveim.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 04:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.