Hvað með frumkvöðla? Raunverulegur mælikvarði frumkvæðis kynjanna.

Mér finnst frábært að konur hafa komið af heimilunum og sótt fram bæði í menntun, stjórnmálum og almennri atvinnustarfsemi, frá því sem var þegar ég var polli. Þessi þróun hefur orðið án beinnar íhlutunar eins og kynjakvóta, að mestu leiti.

Aftur á móti má það ekki gerast að konur fari að fá einhverja forgjöf í þessum þáttum. Slík nálgun mun alltaf fella stóran skugga á afrek þeirra, tilkall og verðleika.

Einnig er athyglisvert, fyrst minnst er á lögbundna jöfnun í stjórnun fyrirtækja (ekta snobb "framför"), að þegar horft er á þann hóp Íslendinga sem mynda kjarna fyrirtækjarekstursins, þ.e. frumkvöðla, kemur í ljós að konur eru í miklum minnihluta frumkvöðla *.

Nú, ef fólk sem af eigin hvötum skiptist svona, af hverju á þá að gefa þeim hópi, sem mun minni er, raunverulegt forskot án þess að hafa unnið til þess (ef maður fer í spor femínismans og persónugerir helming landsmanna)? Að mínu mati á endamark þessarar þróunar að fólk skipti með sér verkum jafnt, og ábyrgð, ekki vera skikkað til þess með lögum.

Maður breytir og leiðir með fordæmi, ekki lagaboði og forræðishyggju að hætti, að því virðist, VG og Samfylkingarinnar.

Ef konur þyrpast fram sem frumkvöðlar, þar sem fólkið mætir sem raunverulega vill axla ábyrgð fyrirtækjarekstursins, og ná helming þar, en stjórnir eru áfram mestu skipaðar körlum, þá má fara að ræða þessa nálgun Árna Páls of fleiri, ekki fyrr.

* Heimild: Skýrsla Frumkvöðlaseturs HR, Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2007


mbl.is Þörf á beinum aðgerðum í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aftur á móti má það ekki gerast að konur fari að fá einhverja forgjöf í þessum þáttum. Slík nálgun mun alltaf fella stóran skugga á afrek þeirra, tilkall og verðleika.

Athyglisvert komment í ljósi þess að karlmenn hafa alltaf notið þessara forgjafar og það virðist ekki fella stóran skugga á afrek þeirra, tilkalls eða verðleika. Þessi aðgerð er nefnilega tilraun til að jafna út þá forgjöf sem karlar hafa haft vegna þess eins að vera karlmenn.

linda (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband