"Eitthvað annað?" Ah, nei, ekki heldur það.

Allan tilverutíma Vinstri-Grænna hefur VG kórinn verið á móti iðnaðaruppbyggingu, hvaða nafni sem hún nefnist. Og Alla-Ballar sömuleiðis á undan þeim. Alltaf kyrjað undir "eitthvað annað" þó illa hafi gengið að toga upp úr kórnum hvar þetta "eitthvað annað" eigi að vera. Helst hefur þó verið talað um ferðamannaþjónustu í tengslum við "eitthvað annað".

Svo kemur stórt fjárfestingartækifæri á borð VG kórsins. En hvað gerist? Nei, Ögmundur vill það ekki heldur og finnur til þess afsakanir.

Það stóð aldrei til að leyfa þetta. Þegar Ögmundur segir "við þurfum að skoða þetta" er hann að segja "Nei". Þá fór bara Ögmundur og fann einhverjar afsakanir. Sem fundust.

Þannig að ekki erum við að sjá fram á stóra atvinnuuppbyggingu í ferðamannaiðnaði sem er gjaldeyrisskapandi fyrir þjóð sem sáááááárvantar erlendan gjaldeyri, í massavís.

Til hamingju Ísland. Nú vitum við það. Það má ekkert gera í landi VG nema hækka skatta og lækka laun.

Þá bíðum við bara rúmlega 500 daga eftir að VG fari frá svo hægt sé að fara af stað í iðnaðaruppbyggingu. Því VG hefur núna endanlega útskúfað sig frá allri vitrænni umræðu um gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun.

Nú skora ég á Samfylkinguna að henda þessum ónýta, þversumklofna og afturhaldshugsandi "stjórnmálaflokki" sem VG kallast út úr ríkisstjórn og boða til kosninga. Þetta gengur ekki lengur svona!


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband