Þau vilja stöðva ALLAR virkjanir

Ég las þessa frétt og ákvað að kíkja smá á heimildir. Þessi frétt er unnin upp úr skjali sem heitir "Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða" (pdf). Þar er að finna hvaða samtök standa að þessu skjali.

Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Félag um verndun hálendis Austurlands
Framtíðarlandið
Fuglavernd
Landvernd
Náttúruvaktin
Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN)
Sól á Suðurlandi

Verkefnastjórn þessa skjals var m.a. stýrt af Árna Finnssyni sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar að leita til utanríkisþjónustu Bandaríkjanna (sendiráðs USA á Íslandi) til að fá Bandaríkjastjórn til að beita sér gegn Íslandi vegna hvalveiða. Svo hófsamur er Árni.

En allavega, í þessu skjali er m.a. að finna á bls 9 töflu yfir í hvaða flokk þessi samtök vilja setja virkjanahugmyndir sem eru í drögunum (þau taka ekki afstöðu til allra hugmyndanna). Þetta er ekki flókið, ~90% þessara hugmynda vilja þau setja í verndarflokk, restina í biðflokk. Ekki ein einasta ratar í orkunýtingarflokk, þ.e. af þeim virkjanahugmyndum sem þau taka afstöðu til.

Þá vitum við það, hvað þau vilja.


mbl.is Vilja stofna þjóðgarð á miðhálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband