11.7.2010 | 23:56
Ekki gleyma Frökkum! Tvöfaldir meistarar 2000
"Spánverjar eru þar með bæði Evrópu- og heimsmeistarar en það er í annað sinn í sögunni sem það gerist. Þjóðverjar afrekuðu það árið 1974."
Rangt.
Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 og svo Evrópumeistarar 2000 með sigri gegn Ítalíu, með marki Trezeguet í framlengingu. Þeir voru því heims- og Evrópumeistarar á sama tíma.
Aftur á móti eru Spánverjar að verða annað landsliðið sem FYRST verður Evrópumeistari og svo heimsmeistari (sem ríkjandi Evrópumeistari). Setningin væri rétt ef sú spegúlering væri í gangi.
Annars var þessi leikur merkilega leiðinlegur. Grófur og hundleiðinlegt miðjumoð í gegn. Leikur Þýskalands og Uruguay í gær var miklu, miklu skemmtilegri.
![]() |
Spánverjar heimsmeistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)