Samþykkjum þessa afsökunarbeiðni! Lærum af Mandela.

Þetta er skref í rétta átt. Allt byrjar á einu skrefi. 

Upphafið að betrumbót eftir hrikaleg mistök er afsökunarbeiðni, iðrun og auðmýkt. Ef þeirri betrumbót er hafnað af viðtakendum umhugsunarlaust er hætta á að engin frekari afsökunarbeiðni, iðrun né auðmýkt sé væntanleg hjá öðrum í sömu sporum. Nú hefur Björgólfur beðist afsökunar nokkuð afdráttarlaust. Ef við höfnum því afdráttarlaust mun enginn annar sökudólgur biðjast afsökunar. Tilgangslaust.  Og svo munum við spyrja okkur eftir 10 ár: Af hverju baðst enginn afsökunar, annar en Bjöggi?

Það þýðir lítið að krefjast afsökunarbeiðni, sem þjóðfélag, og svo hafna því þegar það kemur. Auðvitað á kallinn að reyna að gera yfirbót líka, sýna auðmýkt o.s.frv. Skila til baka í það minnsta einhverju af því til þjóðfélgsins sem hans gjörðir hafa kostað okkur.

Ef við getum lært eitthvað af Nelson Mandela, þá er það að fyrirgefa. Við verðum að læra að fyrirgefa ef við ætlum að halda áfram sem þjóðfélag.

Mín 5 cent. 


mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband