Sammála Helga

Ekki ætla ég að mæla fyrir því að við förum að láta vera að taka þessa útrásavíkinga fyrir. En það eitt, að hrun hafi orðið hér, á ekki að valda því að við missum okkur í reiði, svo mikilli reiði og biturð að við gleymum eða vanrækjum að koma okkur upp úr þessari lægð. Leit reiði og haturs enda á engu góðu.

Við getum lært af mönnum eins og Nelson Mandela. Sem fyrirgefa (upp að vissu marki) og halda áfram með framtíðina sem markmið til handa þjóð sinni, ekki fortíðina. Með sátt og velferð að leiðarljósi fyrir þjóð sína, ekki reiði og hatur. Lærum af honum Mandela.

Þetta endalausa karp hefur akkúrat engu skila öðru en afturför og hindrun á hagvexti og atvinnu til handa atvinnulausum. Það er EKKI það sem við þurfum á að halda, það eru EKKI það sem við Íslendingar ættum að vera hreykin af. 

Það er hægt að gera hvoru tveggja; gera upp við fortíðina og stefna að ljósinu í enda ganganna. Við þurfum bara að passa að annað hindri ekki hitt. 

Hugsum í lausnum til framtíðar, ekki reiði og  fortíðarhyggju.


mbl.is Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40% sjómanna og smiða konur...

... og 40% kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra karlar. Er það ekki næsta markmið í að skikka fólki í stöður eftir kyni?

Eða snýst þetta bara um snobbstöður fyrir háskólamenntaða?

Merkilegt líka hvað ekkert heldur að heyrast frá þeim jafnréttismálum er snúa að körlum, sifjamálum.

Sýnir svart á hvítu hræsnina í jafnréttisbaráttunni á þingi. 


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband