28.3.2010 | 11:49
Og hver á spurning að vera?
Viltu nú kvótakerfi?
1. Já
2. Nei
Það er eitt að sjá að núverandi kerfi er gallað og ranglátt, annað að koma með lausnina sem lagar það svo allir séu sáttir. Spurningarnar hér að ofan bera ekki í sér snefil að framtíðarsýn né heildarlausn á vandanum en þetta er sú umræða sem farið hefur fram undanfarið af fólki sem þykist vera svo réttlátt. Gallinn er að réttlæti eitt og sér hefur ekki brauðfætt einn né neinn.
Fram að þessu hefur ríkisstjórnin einungis getað bent á það hvað rangt er en getur ekki fyrir nokkra muni komið með fullmótaðar (eða betur mótaðar en nú er) hugmyndir um hvernig framtíðarlausn á að vera. Og þá er ég að tala um í smáatriðum.
Í fréttinni stendur:
" Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingar ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar á fundinum þegar hún lýsti því yfir í ræðu sinni að hún telji það vera góða leið til þess að útkljá áratuga deilur um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun þeirra að láta kjósendur um að leiða málið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu". Þá sagði Jóhanna í lokaorðum sínum á fundinum að möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram næsta haust samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnlagabreytingar."
Endurúthlutun! Já, það var einmitt það. Úthluta upp á nýtt. Hvernig? Til hverra? Hversu lengi? Gegn endurgjaldi? Eða ekki? Í gegnum byggðarkvóta? Hver fær? Fer þetta á marka? Til leigu? Sölu?
Það er eitt að þekkja ranglætið. Annað að þekkja réttlætið. Mikið hefur verið fjallað um ranglætið, sem er fortíðarmál. Réttlætið er framtíðarmál og á því munum við byggja afkomu okkar. Er þá ekki kominn Andskotans tími til að fara að fjalla um það?
Því þá kannski verður hægt að spyrja um betri möguleika og úthugsaðari en bara innihaldslaust Já/Nei sem sett er upp hér að ofan.
![]() |
Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |