23.3.2010 | 14:59
Gott mál - nú fer þetta kannski underground
Ég fagna þessum lögum, því jú, það hefur verið sýnt fram á að samhliða þessari "listgrein" eru vandamál sem þarf að vinna bug á. Vonandi heftir þetta bann mannsal á Íslandi.
Gallinn er tvennskonar. Það er hætta á að þessi iðja annað hvort fari framhjá banninu eða fari í undirheima. Þegar það síðarnefnda gerist verður það alltaf verra fyrir þær konur sem eru þarna við iðju sína.
Svo er líka annar flötur: Mannsal á Íslandi, þ.e. það sem hefur komist upp, hefur verið þannig að um útlendinga er að ræða, sem fluttir eru nauðugir hingað, eða flytjast hingað á fölskum forsendum og er haldið hér nauðugum. Þeir verða áfram í mannsali. Bara annars staðar í heiminum.
![]() |
Alþingi bannar nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |