Samningar lausir í haust. Verður þetta trendið?

Ég veit ekki með aðra en mér finnst þetta fordæmi mjöööög varhugavert. Ekki einungis að fara svona í grímulausa mismunum á stéttum hvað verkfallsréttin varðar (strax á degi 2) heldur líka það að samningar eru almennt lausir í haust. Þá verða samningar við mannmargar stéttir lausir og það er eiginlega borðleggjandi að við eigum eftir að sjá verkfallaholskeflu ríða yfir landið. Því ekki á ríkið peninga til að hækka laun. Né heldur atvinnurekendur, þar eru pyngjur tómar líka (og ekki að þakka hækkun á tryggingargjaldi um daginn).

Launahækkunum var slegið á frest í fyrra í stöðuleikasáttmálanum svokallaða. Síðan þá hefur ríkisstjórnin farið í fararbroddi við að brjóta þann sáttmála. Og það forkastanlegasta var útspil Svandísar Svavars í að TEFJA (ekki slaufa) verkefni sem voru borðleggjandi atvinnuskapandi fyrir hundruð, ef ekki þúsundir, manna og kvenna. Ríkisstjórnin virðist ekki hika við að berja nokkurn vaxtarbrodd í útfluttningtekjum þjóðarinnar, nema kannski með því að brjóta á verkfallsrétti stéttar, bara vegna þess að þau eru með svo há laun.

Talandi um há laun. Faðir minn, vélstjóri til áratuga, reiknaði einu sinni laun sín (hann var með góðar tekjur þá) og komst að því að hann var með lágtaxta Dagsbrúnarlaun þegar dagvinna og yfirvinna var reiknuð upp. 

Það er mér til efs að flugumferðastjórar séu með einhver himinhá laun, þótt tekjuháir séu. Fyrir utan álagið sem starfinu fylgir.

Má vel vera að þetta sé réttlætanlegt. Ef svo er, af hverju var kennaraverkfalli leyft að vera í sex (6) vikur 2004? Er nú menntun barnanna okkar minna virði en smá tafir í flugi í örfáa klukkutíma fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem að mestu leiti eru ekki einu sinni íslenskir ríkisborgarar? 


mbl.is Gagnrýna inngrip hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband