Verður þá vatn pólitískt bitbein framtíðarinnar?

Í dag er málum þannig háttað (mest megnis) að þeir sem eiga landið sem vatnið er á eiga nýtingaréttinn. Ríkið kemur þar hvergi nærri.

En hvað er verið að segja með þessum vangaveltum Jóhönnu? Verður þá ríkið orðið eigandi allra vatna hérlendis? Og fer að sýsla með vatnið eins og núverandi stjórn er að gera með kvótann? Hótar "eignaupptöku"? Má þá faðir minn, sem á fyrirtæki hverrar rekstrargrundvöllur er sjálfrennandi vatnslind sem hann hefur nýtingarréttinn að, eiga von á að ríkið geri slíkt upptækt? Eða setji á það skatta sem eru ekki í dag (því kallinn á þetta)?

Það er einnig annað við þetta sem er varhugarvert: Hver er ríkið? Er það við? Er ríkið með kennitölu?

Svo er það nú líka það að "ríkið" hefur nú ekki reynst vera besti eigandi auðlinda í sögunni.

Ég vill fá að heyra meira um þetta mál, á praktískum nótum, áður en múgsefjunin hefst. Persónukjör t.d. hljómaði vel þar til nokkrir praktískir aðilar fóru að benda á augljósar brotalamir í þeirri álmu Shangri La.


mbl.is Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband