26.9.2009 | 22:55
Eitthvað annað?
Þessi frétt ber með sér að "eitthvað annað" sé í bígerð. Ég er forvitinn.
Þessi snúningur er að undirlagi VG, það er á hreinu. Samfó var með "fagra Ísland" en það var vitað að þar var ekki einhugur um stefnuna þá. VG hefur lengi verið á móti álverum og sagst vilja "eitthvað annað" þó þetta "annað" hafi hingað til ekki verið nefnt svo raunhæft sé.
Nú verður áhugavert að sjá hvað "þetta annað" er. Því ef það er ekkert annað sem á að rísa fyrir norðan og nýta orkuna þar, þá lýsi ég endanlega frati á VG sem ábyrgðarlausum tuðurum sem gera það eitt að vera á móti. Tek þó enn fram að ég held að nú búi eitthvað undir. Það er "eitthvað annað" í bígerð.
![]() |
Viljayfirlýsing ekki framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |