25.9.2009 | 10:50
Þetta er bara fyndið
Eru þetta ekki sömu stjórnvöld sem hafa verið með lausnir "á leiðinni" allt árið? Lausnir á vandamálum sem eru vel greind og haugur af fólki hefur lagt til hugmyndir? Og lítið sem ekkert er komið á borðið ennþá? Frekar "gagnleikir" eins og að slá af borðinu borðleggjandi atvinnuskapandi liði eins og virkjanir og stóriðju?
Er þetta ekki sama fólkið og er búið að vera að lofa "skjaldborg til varnar heimilunum" síðan í október í fyrra? Skjaldborg sem hefur einungis komið fram sem vopn til að berja á heimilum og fyrirtækjum landsins?
Er þetta ekki sama fólkið og er svo hugmyndasnautt að eina leiðin til að auka tekjur ríkisins sem það getur komið með er skattahækkanir á skattahækkanir ofan? Þegar það er vitað mál, borðleggjandi, að besta lausnin til að auka tekjur ríkisins er að skapa störf í massavís? Laða að atvinnuskapandi stóriðju?
Þessi framtíðarsýn "20/20" er ekki í höndum trúverðugra aðila. Boðberarnir eru búnir að sýna það hingað til að hugmyndir þeirra eru ekki frumlegar né framsýnar. Bara þvaður og blaður.
Kannski er það þess vegna sem Dagur B. leiðir þetta. Íslandsmeistarinn í flokki stjórnmálamanna í að tala og tala og tala (strýkur liðað hárið inn á milli) án þess að segja nokkuð í raun.
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2009 | 08:42
Fer maður þá ekki bara í fulla áskrift?
Er búinn að vera í helgaráskrift núna í doldinn tíma, og fíla vel. Mogginn er frábært dagblað. Miklu betra en Fréttablaðið, þó það sé einnig ágætt sem slíkt.
Nú kemur Dabbi inn sem ritstjóri. Eins og ég þoldi hann ekki sem Seðlabankastjóra, þá hafði ég ávalt mikið álit á honum sem stjórnmálamanni. Og rithöfundi. Og sem ritstjóri Moggans á hann eflaust eftir að brillera.
Sem seðlabankastjóri gerði hann nokkur mistök. Afdrífarík mistök. En sum voru ekki hans. T.d. er þessi fáránlega vaxtastefna Seðlabankans ekki hans barn, heldur afkvæmi m.a. núverandi Seðlabankastjóra. Og stefna Seðlabankans almennt er einn helsti áhrifaþáttur í hruni krónunnar. En Dabbi fór úr Seðlabankanum (ég var m.a. meðal mótmælenda þar). Og er núna að fara í það þar sem hæfileikar hans munu njóta sín, sem og tengsl. Hann er innvinklaður út um allt og mun lemja núna á Hrappi Vestmann (Jón Ásgeir) sem á hitt stóra blaðið og hina sjónvarpsstöðina. Hrappur Vestmann er einn helstu áhrifamanna í þessu hruni okkar. Munum það.
Ekki er ég að sjá Þóru og alla hina "góðu" "blaðamennina" okkar missa vatn yfir þeim eignatengslum.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |