18.9.2009 | 17:13
Tortola segir ekkert
Það að hafa setið í stjórn einhvers félags segir ekkert. Þetta er farið að verða eins og rasismi, ef Tortola er minnst á nafn fara allir á afturlappirnar og öskra blótsyrði, algerlega án þess að skoða hvað var á bak við.
Kúlulán er annað. "Kúlulán" er bara lán með eina massíva afborgun á enda lánstíma, og stundum líka með mjög hagstæða vexti? Kúlulán eru/voru/verða mjög algeng í vissum tilfellum. En nú er þetta orðið að blótsyrði, aðallega hjá fólki sem hefur bara verið með venjuleg lán hingað til.
Nú fer mikið fyrir pólskum gengjum í afbrotum á Íslandi. Eigum við að tala um Pólverja eins og sumir tala um eyju í karabíska hafinu eða ákveðna lánategund? Hmmmmm? Nei, það er rasismi, rasismi er sprottinn af fordómum og fáfræði. Skoðum málin betur, kíkjum undir húddið.
Gylfi Arnbjörnsson hefur staðið sig mjög vel í starfi sínu hingað til. Þetta Tortola dæmi segir ekkert. Aftur á móti ef félagið hefur verið að makka sig við eitthvað vafasamt, þá skulum við tala saman. En þangað til ætla ég að leyfa Gylfa að njóta vafans, enda hefur hann unnið af heilindum hingað til.
![]() |
Trúverðugleiki og heilindi að leiðarljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 17:05
Ég er orðinn Sjalli á ný
Ég hef alltaf kosið Sjalla. Er í flokknum og er frjálslyndur frjálshyggjumaður (ekki ný-). Eftir hrunið í fyrrahaust og eftir að hafa horft á Sjalla/Samfó sitja sem fastast án afsagna né afsakanna, hætti ég að styðja Sjalla. "Right or wrong, my country" er ekki að finna á mínum mottóalista. Kom þá ekki Borgarahreyfingin fram á sjónarsviðið og ég studdi hana frá degi 1. Þekki pínu til frv. formanns og allt þetta fólk ljómaði af heilindum og hugsjón, talaði í lausnum og var réttsýnt og traustvekjandi. Kaus það svo í kosningunum, að sjálfsögðu. Setti m.a. x við Þráinn Bertels.
Fúlegg kom í ljós fljótlega eftir að þau byrjuðu að starfa. Ósátt, sundurlyndi og ósamræmi fór að vera skítkast og rifrildi í fjölmiðlum, yfir í klofning frá þingflokknum, yfir í að fólk flúði úr stjórn, yfir í að lög Borgarahreyfingunnar voru sett á aðalfundi sem gerðu hreyfinguna að raunverulega miðstýrðum flokki með flokksræði (ekki það sem að þetta gekk út á í byrjun), og allt þetta hefur nú gert það að BorgaraFLOKKURINN er orðinn þingmannalaus.
Fyrirgefið, þetta fólk er ekki hæft til að reka sjoppu, hvað þá starfa á þingi og sinna landsmálum.
"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Þessi orð eru sönn og sígild. Og greinilega gleymd í röðum BorgaraFLOKKSINS. Og ég er löngu búinn að missa trúnna um að þetta verði nokkuð gáfulegt.
Er því orðinn Sjalli aftur. Með fyrirvara um að þeir starfi af heilindum. Allt hitt er eflaust fínt fólk, en ég á bara ekki hugmyndafræðilega samleið með. Þannig er nú bara það.
![]() |
Vilja Þráin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |