Japanir voru gífurlega grimmir og blóðþyrstir í styrjöldinni.

Það er merkilegt hvað heimurinn hefur vorkennt Japönum eftir útreið þeirra í seinni heimstyrjöldinni. Það vita allir sem vita vilja, og eru til í að lesa sig aðeins til um mannkynssögu, að Japanir voru gífurlega grimmir og viðbjóðslegir við þegna þeirra þjóða sem þeir hertóku í seinni heimstyrjöldinni. Reyndar var sú grimmd byrjuð löngu áður en látum það vera í bili.

Grimmd þeirra við þessar þjóðir er ógeðsleg. Þeir sem vilja fræðast aðeins um smá brot af því geta horft á heimildamyndina um framkomu Japana í Najing í Kína á Youtube. 

 Rape of Nanking Part I Atrocities in Asia Nanjing Massacre
 Rape of Nanking 2: Japanese Torture Beheading Rape Burning

Vill einhver skoða Dr. Mengele Japana, í massavís? Unit 731. Meir að segja brennsluofn á staðnum  Auswitch style. Þar voru þróuð efna og sýklavopn, vopn sem eru í sama klassa og kjarnorkusprengjur, weapons of mass destruction.
Unit 731 Japanese Torture & Human Medical Experiments 

Horfið á þessar myndir og munið: Svona var framferði Japana út um alla Asíu á þeirra hernumdu svæðum og þetta hefðu þeir gert við hverja sem þeir hefðu hertekið, hefðu þeir orðið sigursælir í stríðinu. Nanking er bara þekktasta dæmið og vel documentað. Skrítið, lítið er kennt um þetta í japönskum skólum og nýlega kom út kennslubók í Japan þar sem þessu var öllu hálf afneitað. Sé alveg fyrir mér Þjóðverja að reyna að afneita Helförinni. Not!

Það versta við þetta er að þessi viðbjóður viðgekkst með vitund almennings að nokkru leyti og japönskum stjórnvöldum að fullu leyti. Venjulegir Þjóðverjar vissu ekki af ódæðisverkum sinna manna.

Ég vorkenni Japönum ekki neitt fyrir að hafa fengið á sig tvær kjarnorkusprengur. Þeir fyrirlitu útlendinga þá og gera enn upp til hópa. Aftur á móti er sorglegt að með þeim viðburðum hófst kjarnorkuuppbygging í heiminum. 


mbl.is Hiroshima minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband