Vel meint klúður

Margrét bar bara velferð Þráins fyrir brjósti, hvað er málið? Þráinn tekur þessu á versta veg að sjálfsögðu, dramadrottningin sjálf.

Margrét þarf þó greinilega að passa sig, það er hægt að snúa út úr öllu á versta veg, jafnvel vel meintum umhyggjuhugleiðingum.

Þráinn er þó núna heppinn að hafa haldið í það að vera á tvennum launum, maðurinn sem fór í herferð gegn spillingu og sjálftöku. Hann heldur heiðurslaununum þó hann sé atvinnulaus. Í bili allavega.

Kannski hann geti gert bíómynd. Borgaralíf.

 P.S. eftir að hafa lesið pósta þessa fólks lítur þetta svona út fyrir mér:

Margrét segir við vinkonu sína sem þekkir Þráinn: "Er ekki allt í lagi með Þráinn, ég hef áhyggjur af honum." 

Þráinn kemst að þessari umhyggjuspurningu Margrétar og brjálast, hótar henni lögsókn, segir hana vera að vega að "lífi sínu og limum" með mannorsmorðstilraun, og hættir í þingflokknum.

Held að Þráinn hafi núna endanlega gert út af þær litlu vonir sem ég hafði um að hann væri eitthvað góður í pólitík.

PPS: Er búinn lesa doldið núna og sýnist sem að Margrét og þau hin séu ekkert saklaus af þessu og Þráinn sé ekki svo "sekur" eftir allt saman um þetta implode hjá Borgarahreyfingunni.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband