Breska ríkið eignast hlut, málsókn kannski í hættu?

Ég rak augun í það í þessari frétt að Royal Bank of Scotland eignast þarna hlut í Nýja Kaupþingi. Breska ríkið er langstærsti eigandi Royal Bank of Scotland. Maður veltir fyrir sér nú hvort málsóknin gegn bresku stjórninni út af fjandsamlegri greiðslustöðvun Singer og Friedlander (sú aðgerð sem felldi Kaupþing) sé nú í hættu.

Reyndar eignast RBS hlut í Nýja Kaupþingi, Gamla Kaupþing er í málshöfðuninni, þannig að þetta eru tveir mismunandi aðilar, en hei, maður spyr sig samt. 


mbl.is Í faðm erlendra bankarisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband