Hún er Hollendingur í eðli sínu.

Það er leitt að frænka skuli hafa meitt sig svona. Vona að hún hafi það fínt, blessunin.

Annars er gaman að sjá að hinn pólitíski rétttrúnaður um hjálm á haus á hjóli skuli vera vel hamraður hér. Ég var í vikuferð í Hollandi fyrir rúmlega viku síðan, þjóð sem er með miklu, miklu, miklu, miklu, miklu meiri hjólamenningu en við og þar sá ég samtals fimm manneskjur með hjálm. Þrjú börn með foreldrum sínum (foreldrarnir ekki með hjálm) og tveir Tour de France wannabes. Það var allt of sumt. Þegar ég hjóla (og börnin sjá ekki til) er ég ekki með hjálm.

Þannig að við Svandís frænka erum greinilega of miklir Hollendingar í okkur ;)


mbl.is Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munum orð Johns Perkins

John Perkins skrifaði bókina "Confessions of an economical hitman" og er maður sem ber að hlusta á með kostgæfni. Ég er ekki að segja að orð hans eigi við 100% í þessu tilfelli en það ber samt að hafa þetta bak við eyrað.

Hann kom fram í Silfri Egils og sagði beint út að við værum fórnarlömb slíkra manna sem hann var. Ef þetta er rétt hjá InDefence, þá eru eflaust fingraför slíkra manna á þessu samkomulagi. Og ef svo er, þá ber að hafna þessu samkomulagi, samningi eða sátt (hvað sem menn vilja kalla þetta) med det samme eins og sagt er. Engar refjar, hafna. Því við sem þjóð eigum ekki að láta eftir snefil af fullveldi og sjálfstæði okkar vegna IceSave málsins.

Munum IceSave, ávallt.

Tveggja tíma viðtal við John Perkins í tveim hlutum:
I  http://www.youtube.com/watch?v=yTbdnNgqfs8
II http://www.youtube.com/watch?v=29GhXsx7-Rs


mbl.is Allar eignir ríkisins lagðar að veði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En þorskastríðið?

Þetta eru bara fyndin ummæli hjá Kristrúnu, hinn "skeleggu" fyrrum aðstoðarmanni(konu?) Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra og formanns(konu?) Samfylkingarinnar. Er hún að gleyma þorskastríðinu?

Sko, milliríkadeila verður ekki harðari en í stríði. Það er ekki flókið. Breski sjóherinn kom ekki hingað til að berjast við okkur í IceSave málinu, við þurftum ekki að verjast tundurspillum breska sjóhersins. Enginn lést í IceSave málinu (það lést einn Íslendingur í þorskastríðinu).

Er ekki Kristrún bara að segja þetta því hún var í þessu miðju?


mbl.is Harðasta milliríkjadeilan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband