13.6.2009 | 19:34
Holland er yndislegt land
Við spúsa vorum að koma heim frá Hollandi á fimmtudaginn eftir tæplega viku dvöl þar. Farið til Amsterdam, síðan Delft, smá visitering til Den Haag, og svo Schipol og heim.
Af þessum borgum þótti mér Delft fallegust. Hrein, stílhrein og óspillt af auglýsingaskildabrjálæðinu sem einkenndi t.d. miðbæ Haag.
En það var tvennt sem vakti athygli mína, og það var ekki strax sem það varð. Hvergi sá ég ósnerta náttúru. Og af öllum þeim þúsundum hjólreiðarmanna sem ég sá þarna (Hollendingar hjóla gífurlega mikið) sá ég fimm (5) með hjálm.
Er það eitthvað sem Hollendingar vita sem við Íslendingar erum að misskilja? Allavega, þegar ég hjóla í vinnuna þá er ég sjaldnast með hjálm. Líklega Hollendingurinn í mér....
13.6.2009 | 19:30
Þetta er bara snilld.
Af einhverjum sökum finnst mér þetta alger snilld. Ég tek ávallt hattinn ofan fyrir þeim sem á löglegan máta snúa á skattmannhelvítið, sem slefandi eltist við fé manns.
Það skemmir þó ánægju mína á þessum gerningi nafna míns að þarna er einn af þeim dusilmönnum á ferð sem steypti þjóðinni í algert bál, knúið af eigin græðgi. Skildi ríkið eftir með 650 milljarða skuld vegna eigin mistaka, græðigi og ég veit ekki hvað, en sneiðir svo hjá sköttunum sem fara í að borga ruglið eftir hann.
I feel conflicted over this...
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)