17.5.2009 | 01:27
Fyrsta sæti - án kostnaðar
Þetta var frábær keppni. Nokkuð mikið af góðum lögum og sæmilega mikið af holdi sást. Og við unnum -án kostnaðar.
Nú þurfa Norðmenn að punga út fimm milljörðum eða svo næsta ár til að halda keppnina. Ekki við.
Jóhanna Guðrún stóð sig rosalega vel, allur hópurinn reyndar, og lagið er hörkugóð ballaða. Þetta er allt að koma, við erum aftur að verða best í heimi. Án kostnaðar.
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |