18.12.2009 | 11:39
...svona eins og í Víetnam? Og Sovét í Afganistan?
"Hann tekur hins vegar fram að NATO geti ekki verið í Afganistan um aldur og ævi. En við munum vera þarna þar til við ljúkum verkinu, segir hann."
Það var einmitt það, já. Eins lengi og þörf krefur. Þetta er carte blanc, óútfyllt ávísun, á hernað í landi þar sem nokkrar þjóðir hafa reynt að beygja almenning undir sig en EKKERT áunnist. Frakkar, Bretar, Sovétmenn og nú NATO.
Sagan er til þess að læra af henni. Það sem við áttum að læra, og NATO einnig, var að fara inn til að ná í Osaman Bin Laden og hans forkólfa. Búið. Það klúðraðist, mega klúður sem skrifast algerlega á US Army, þeir eru hvergi nærri því að ná karli og eiga þá bara að fara og leyfa Afgönum að lifa í friði. Eða í eigin ófriði.
Annars er þessi tilvitnun í framkvæmdastóra NATO mjög á þeim nótunum að NATO sé komið til að vera í Afganistan, afgönum og heimsfriði til óleiks.
![]() |
NATO vanmat aðstæður í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |