8.11.2009 | 16:04
Þögn frá femínistum
Femínistar skilgreina sig sem jafnréttissinna. Það virðist þó vera normið hjá þeim að þegja þunnu hljóði er þessi mál ber á góma. Jafnvel segja að ekkert verði gert, jafnvel kalla félagið um Foreldrajafnrétti "fótboltaklúbb" sem hafi ekkert að gera í t.d. jafnréttisráð.
Af einhverjum sökum hefur það verið dagsljóst fyrir mér og fleirum að femínistar eru það fólk sem hefur haft mikið um þessi mál að segja en ákveða að gera ekki neitt heldur berjast hart fyrir auknum réttindum kvenna.
Það er ekki jafnrétti. Nei, það er kvennremba. Ef karlmenn höguðu umræðu sinni um sjálfan sig sem femínistar gera, þá væri það skýlaus karlremba. Go figure.
Ég vona svo sannarlega að Jóhanna Sigurðardóttir fari nú að skakklappast til að koma þessum málum í betra horf. Hún skipaði nefnd hér um árið til að vinna í þessu sem merkilega lítið hefur heyrst í.
![]() |
Benda á rétt barna til feðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |