Ekki öfunda ég Steingrím

Jóhanna og Steingrímur J. fengu það "skemmtilega" verkefni að moka út flórin eftir hrunið, orsakað af mörgum þáttum og aðilum. Ég er viss um það að hann veit vel hvaða afleiðingar þetta hefur. Og held að hann sé drifinn af því hvaða afleiðingar það hefur að gera ekkert.

Gallinn sem ég þó stari á er aðgerðaleysi þeirra tveggja, og þeirra meðreiðasveina, í þeim lausnum sem búið er að benda á. T.d. skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóðina tímabundið. Slíkt myndi leysa margan vandan.

Heyrði þó Árna Þór ræða það mál á Rás2 í gær. Og mikið afskaplega virðast rökin þunn geng því þarfa máli, á móti sterkum rökum með. T.d. sagði Árni að þau hefðu hafnað þeirri leið eftir ítarlegar samræður við hagsmunaaðila. Já, þau ræddu við lífeyrissjóðina, þeir höfnuðu og þau höfnuðu í kjölfarið.

Ætli VG hafi rætt orkuskattana svona við Alcan? "Eh, hei, Alcan, eruð þið til í orkuskatt?". "Nei". "Ok, sleppum því þá". 


mbl.is Nýtt gjald á heitt vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband