Á maður að hlæja eða gráta?

Fyrir ekki svo löngu síðan settu ungir VG mynd af Steingrími J. í líki Che Gueverra á boli og klæddust svo þeim bolum. Hetjudýrkun (en Che var samt umdeildur sem hetja). Nú er Svandís Svavars orðin hetja. Fyrir hvað? Eitthvað sem hún kallaði "eðlilega og góða stjórnsýslu"? Stöðva atvinnuuppbyggingu? Til hvers? Svo að álverið rísi í Kína, með orku úr kolaveri sem spúir út mörgum sinnum meiri mengun en álver? Kemur með mjög óeðlilegan úrskurð á síðustu metrunum? Svona eins og þau gerðu í Hafnarfirði?

Eftir að Svandís og hennar líkar hafa fengið sínu fram verður það kraftaverk að nokkurt fyrirtæki erlent taki okkur alvarlega. Við erum búin að gera upp á bak í fjármálum og þá skulum við fá fjallagras atvinnusinna á borð við Svandísi til að flæma burt allt og alla sem vilja fjárfesta hér í atvinnuuppbyggingu fyrir tugi og hundruði milljarða. Svona til að toppa þetta.

Nú þurfa ungir VG að setja mynd af Svandísi í Che líki á boli og þá verða þau búin að endurtaka flotta persónudýrkun.

Best þykir mér þó að við Svandís erum þremenningar. 


mbl.is Svandís Svavarsdóttir heljarmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband