Rangt réttlætir ekki annað rangt

Sjallar klúðruðu gífurlega í aðdraganda hrunsins. Því verður ekki neitað. En gefa þau klúður VG þá rétt til að klúðra ennþá meira?

Ef Icesave reikningar komu til sögunnar á vakt Sjalla (Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Árni Mathiesen, Björgvin Sigurðsson Samfó) og í andvaraleysi þeirra er voru við völd, gefur það þá Steingrími J. rétt til að gersamlega klúðra algerlega Icesave "samningum" með því að senda Svavar Gestsson, sinn pólitíska mentor, með ónýta "samninganefnd" að semja um þetta við hákarla? Ha?

Af því að Sjallar klúðruðu fjármálalífi landsins, og ollu hruni og atvinnuleysi í þeim geira, gefur það þá Svandísi Svavars  afsökun og rétt til að vega harkalega að atvinnuuppbyggingu í landinu?

Klúður og afglöð Sjálfstæðismanna gefa ekki VG rétt á að klúðra líka og stunda afglöp af kappi.


mbl.is Fordæmir ræðu Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármagna neyslu?

Neyslu sem skilur ekki eftir sig neina fjárfestingu, sparnað, atvinnuuppbyggingu til framtíðar?

Jahá, það var nú og. Og þetta segir einn af forystumönnum flokksins sem er virkilega að hamla atvinnuuppbygginu!!!

Það er sorglegt hvað mýtan um vinstri stjórn er að sannast aftur og aftur þessa dagana. Og ég sem vonaði að nú væri stundin þar sem mýtan væri hrakin.


mbl.is Lífeyrissjóðir láni í velferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband