3.6.2008 | 15:11
Skitið upp á bak án atrennu
Ég á ekki orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu klúðri. Fyrir það fyrsta, að löggan skuli ekki getað komið í veg fyrir aðkomu forvitinna borgara, t.d. með aðstoð björgunarsveita, girða svæðið af. Reka björninn í ákveðna átt með þyrlu. Það eru til ótal leiðir. Nýta þannig tímann til að leita af sér allan grun hvort að lyf/byssa séu til til að svæfa hann og koma í burtu.
En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.
Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.
Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.
Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.
En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.
Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.
Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.
Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.
![]() |
Hefði átt að loka veginum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 07:38
Bríet á afmæli í dag, 6 ára hún dóttla mín
[Þessi færlsa átti að birtast í gær, 2. júní, en gerði það ekki.]
Hún Bríet mín á afmæli í dag. Sex ár eru liðin síðan hún leit ljós þessa heims fyrst augum og gæddi okkur foreldra hennar nýju ljósi. Nú er hún að klára leikskólann og byrjar í grunnskóla í haust.
Ja, hvað tíminn flýgur...
En hvað um það, innilega til hamingju með daginn, elsku Bríet mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)