Skitið upp á bak án atrennu

Ég á ekki orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu klúðri. Fyrir það fyrsta, að löggan skuli ekki getað komið í veg fyrir aðkomu forvitinna borgara, t.d. með aðstoð björgunarsveita, girða svæðið af. Reka björninn í ákveðna átt með þyrlu. Það eru til ótal leiðir. Nýta þannig tímann til að leita af sér allan grun hvort að lyf/byssa séu til til að svæfa hann og koma í burtu.

En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.

Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.

Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.

Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.

mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bríet á afmæli í dag, 6 ára hún dóttla mín

[Þessi færlsa átti að birtast í gær, 2. júní, en gerði það ekki.] 

Hún Bríet mín á afmæli í dag. Sex ár eru liðin síðan hún leit ljós þessa heims fyrst augum og gæddi okkur foreldra hennar nýju ljósi. Nú er hún að klára leikskólann og byrjar í grunnskóla í haust.

Ja, hvað tíminn flýgur...

 En hvað um það, innilega til hamingju með daginn, elsku Bríet mín.


Bloggfærslur 3. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband