26.5.2008 | 08:07
Auðvitað ekki, þetta er Ferrari
Ferrari hefur alltaf verið á sérsamningum þegar kemur að úrskurðum hjá FIA. Fengið minni refsingar en aðrir en þegar þeir kæra stekkur FIA til og dæmir þeim í hag. Þetta hefur skemmt íþróttina mikið, finnst mér. Og skömmin var toppuð í fyrra í njósnamálinu. Ferrari, sem njósnar um aðra eins og aðrir njósna um þá, kærði McLaren því þeir gátu ekki unnið titil bílasmiða á brautinni. Ekta ítalskt, láta sig detta í vítateig og vinna heimsmeistaratitla í dómssölum. Og eiga dómara FIA.
Annars var Sutil alveg frábær í þessari keppni. Raikkonen má skammast sín fyrir að eyðileggja þetta fyrir honum með fádæma klaufaskap. En hefði þessu verið öðruvísi háttað, Sutil keyrt aftan á Ferrari, þá hefði hann sko fengið refsingu, það eru hreinar línur. Það má ekki styggja þessa eigendur FIA.
Annars var Sutil alveg frábær í þessari keppni. Raikkonen má skammast sín fyrir að eyðileggja þetta fyrir honum með fádæma klaufaskap. En hefði þessu verið öðruvísi háttað, Sutil keyrt aftan á Ferrari, þá hefði hann sko fengið refsingu, það eru hreinar línur. Það má ekki styggja þessa eigendur FIA.
![]() |
Aðhafast ekki gegn Räikkönen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)