30.4.2008 | 10:29
Tækifæri í vandamáli
Ég sé þarna gullið tækifæri til að bjóða einkaaðilum í samstarf um þessar skurðaðgerðir. Það eru unnar tugir ef ekki hundruðir minni háttar skurðaðgerðir af einkaaðilum út um allan bæ á hverjum degi. Fór sjálfur í eina slíka í janúar. Af hverju ekki líka á Landspítalanum? Það er ekki eðlismunur á þessu, bara stigsmunur.
Spítalinn leigir, eða skaffar, húsnæðið, einkaaðilar taka að sér verkin skv. pöntun spítalans og sjá um launagreiðslur t.d. til sín og sinna starfsmanna, þar á meðal skurðlæknahjúkrunarfræðinga. Spítalinn borgar verkið eins og áður en fólkið sem vinnur verkin er ekki á launaskrá spítalans heldur hjá einkafyrirtæki.
Í þessum erfileikum er tækifæri! Og að halda að hjúkkurnar stöðvi landspítalann er bara út í hött. Það er til lausn á öllu.
![]() |
Geislafræðingar hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |