Hverjum kemur það á óvart að kennarar séu á móti?

Ef verið er að koma með nýjungar í kennsluháttum, þ.e. stjórnvöld og sveitarfélög (þúst, fólkið sem rekur skólanna), þá er það vaninn að KÍ (stéttafélagið), eða undirsambönd undir þeirri regnhlíf (samtök starfsmanna skólanna), koma með yfirlýsingu þar sem slíku sé mótmælt, eða varað eindregið við.

Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að reyna að útskrifa fólk úr framhaldsskólum fyrr en nú er gert og þannig reyna að ná í hælana á nágrannalöndum okkar. En það er sama hvað gert er, alltaf eru kennarar á móti. Þeir voru á móti því að stytta framhaldsskólann um eitt ár, enda var sú tilraun skítamix sem árangur þess að finna lægsta samnefnara í verkefni í samstarfi við KÍ.

En nú er verið að prófa að byrja námið fyrr, kenna innsetningu stafa fyrr, flýta stúdentsprófinu hinum megin frá. Og þetta er allt hægt, þetta er búið að vera gert í Ísaksskóla um áratuga skeið, foreldrar kenna börnum sínum að lesa áður en grunnskólinn hefst. Ég var sjálfur vel læs þegar ég fór í sex ára bekk á sínum tíma. Þetta er ekkert nýtt. En enn eina ferðina eru kennarar á móti.

Ég verð að gjöra svo vel núna og fara heim og segja fimm ára dóttur minni, sem er að nálgast það að vera fluglæs, að hún verði að hætta þessari vitleysu, að ná forskoti á námið og lífið, og fara að leika sér. Kennarar nefnilega vilja það!

Það væri gaman af því ef önnur stéttarfélög hegðuðu sér svona. Ef t.d. SÍB (nú SSF) myndu mótmæla í gríð og erg vinnu Seðlabankans. Eða koma með álit sitt á starfsemi bankanna, hvernig áhættugreining er unnin o.s.frv. Hvað ætli bankastjórarnir myndu segja þá? Ef eitthvað!


mbl.is Leikskólakennarar andvígir 5 ára bekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband