11.2.2008 | 18:01
Auðvitað er þetta innan valdheimildar stjórnar. Bísness as júsúal
Hæstiréttur og héraðsdómur hefur nýlega skorið úr um, ekki einu sinni heldur tvisvar, að svona baktjaldarmakk þar sem almennir hluthafar eru attaníossaðir af stórum hluthöfum, er bara "Bisness as jusual". Bæði í Baugsmálinu og líka í ÍAV málinu.
Stjórnarmenn og stórir hluthafar mega plotta og hafa af félagi peninga bak við tjöldin eins og þeim sýnist. Þetta er bara á kristaltæru.
Og mér finnst það ömurlegt.
![]() |
Segir kaup á hlutabréfum innan valdheimildar stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 15:39
"enda reki borgin á reiðanum"? Bíddu nú aðeins hæg, frænka!
Þegar eitthvað er rekið á reiðanum þá þýðir það að hlutirnir séu reknir án framtíðarsýnar, án heildarmyndar. En það var einmitt vegna þessa sem Ólafur var svo óánægður í síðasta samstarfi! Borgin var rekin á reiðanum með ykkur, frænka! Hvar var málefnasamningurinn? Hvar var framtíðarstefnan sem þið gátuð sætt ykkur við? Hvar var samkomulagið í málefnunum? Hvergi!
Rekin á reiðanum? Ja hérna hér.
Það nefnilega komu í það minnsta tvær fréttir í fjölmiðlum um að Frjálslyndir óskuðu eftir málefnasamningi og aldrei kom neitt frá ykkur. Í núverandi málefnasamningi eru um 12 atriði sem allir geta skrifað undir, af hverju komuð þið ekki með þann lista til að byrja með, í það minnsta? Það hefði ekki verið erfitt en var ykkur samt um of.
En líklega væri frekar nærri lagi að segja að þið í minnihlutanum viljið láta reka borgina áfram á reiðanum og því séuð þið tilbúin að taka við.
Þú ert miklu betri en svo, frænka, að þú getir sagt eitthvað svona rugl út í loftið og verið stolt af. Gerðu betur næst, því þér tókst svo vel til í að stoppa REI ruglið. Halda áfram á slíkri braut, en ekki í svona ósannindabraut sem þetta skot með "reka á reiðanum" augljóslega var.
![]() |
Svandís: borgin á betra skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |