Ef þetta er nóg til að sakfella McLaren...

...þá eru ÖLL íþróttalið sek um iðnaðarnjósnir.

Það vita allir sem hafa stundað hópíþróttir í úrvalshópum að liðsstjórar og þjálfarar fylgjast með hinum liðunum. Hvernig þau spila, hvernig þau raða inná leikmönnum, hvernig þau haga leikskipulagi sínu.

Nú kemur ekkert fram í úrskurði FIA sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér gögnin. FIA skoðaði bílinn í ræmur, verksmiðjur McLaren, talaði við tæknimenn og fékk aðgang að öllum gögnum sem þau vildu. Ekkert. Nákvæmlega ekkert sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér þessi gögn. Hvað þá að aðrir en Coughlan hafi vitað af þessum gögnum. Auðvitað vissi hann sitt hvað um Ferrari, hann var að vinna þar. Ef FIA dregur þá ályktun að Coughlan hafi notað gögnin, bara vegna þess að hann vissi sitt hvað um starfssemi Ferrari, þá eru FIA ekki gáfulegir.

En úrskurðurinn er byggður á tölvupóstum milli liðsmanna McLaren sem benda til þess að þeir viti sitthvað um Ferrari liðið. Þetta er einhver lélegasta röksemdafærsla sem maður hefur heyrt, í það minnsta er hún alls ekki grundvöllur fyrir þá refsingu sem McLaren fékk.

Öll liðin vita hluti um hin liðin. Það er nú bara þannig. Ferrari veit örugglega ýmislegt um McLaren. Annað væri óeðlilegt. En þetta mál snýst um það hvort að McLaren hafi stundað iðnaðarnjósnir og nýtt sér þessi gögn. Og það er ekkert sem bendir til þess að það sé búið að sanna eitt eða neitt. FIA bara dró ályktun (e. assumption). Og eins og einhver sagði þá eru "assumption the mother of all fuckups".

FIA er með drullu uppá bak í þessu máli sem og Ferrari. En McLaren er refsað.

Og hvaðan komu svo gögnin? Úr smiðju Ferrari, ekki satt? Er þetta allt bara kannski setup?

mbl.is Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að þetta verði rökstutt með skotheldum gögnum...

...því annars er ég hræddur um að ég verði að finna aðra akstursíþrótt til að hafa ólgandi ástríðu yfir, eins og ég hef haft fyrir F1 núna í 13 ár.

FIA (Ferrari International Assistance) mun birta rökstuðninginn fyrir þessari ákvörðun á morgun. Það er eins gott að sá rökstuðningur sé skotheldur.

Ekki einungis er verið að stela sigrinum í keppni bílasmiða og afhelda drullusokkunum frá Ítalíu heldur er verið að taka $100.000.000 af McLaren af því fé sem annars færi í að þróa bílinn og betrumbæta. Þetta þýðir að Ferrari verður með þeim mun meiri séns á að hafa yfirhöndina næsta ár.

Svo þarf að niðurlægja McLaren með því að liðið þarf að sanna næsta ár að bíllinn 2008 sé ekki byggður á stolnum gögnum. Það hefur ekkert, EKKERT, sýnt fram á McLaren hafi haft nein not af þessum gögnum sem einn fyrrum starfsmaður McLaren hafði í fórum sínum. TF1, frönsk sjónvarpsstöð, tók þetta fyrir, bar saman Fiat drusluna í ár og McLaren formúlubílinn og sýndi fram á að ekkert væri sameiginlegt með bílunum.

Enn eina ferðina setur Ferrari liðið svartan blett á þessa frábæru íþrótt með drullusokkaframkomu og hlutdrægni FIA, sem sleikir rassgatið á Ítalafjöndunum með áfergju. Max Mosley og co hafa enn eina ferðina sýnt að í Formúlu 1 eru óheiðalegu Ítalarnir, sem geta ekki gert neitt vel nema með því að svindla, jafnari en allir hinir. 

Ef einhverjum finnst ég orðljótur þá má hin/n sami/a vita eitt: Þegar það, sem mér er kært, er saurgað eins og gerðist í dag, þá er ég ekkert að skafa utan af hlutunum. Og get rökstutt þétt mína óbeit á Ferrari!!!!!! Þeir geta ekki keppt heiðarlega! Hafa ekki gert það síðustu ár. 

P.S. Nú er bara eitt fyrir McLaren að gera. Vinna allt sem eftir er með stæl. En ekki staldra við það heldur kæra allt sem Ferrari gerir. Allt. Taka hanskana af og þrykkja í punginn á þeim án afláts. Þeir vilja keppa svona, og þá á að gjalda þessum ógeðum líku líkt. Láta þá finna fyrir eigin meðölum.


mbl.is McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband