20.8.2007 | 13:50
Af hverju er maður ekki hissa á svona þegar sýsli á Selfossi á í hlut?
Mér finnst þetta ágætis framtak, að takmarka umburðarlyndi gagnvart ungum ökumönnum sem ítrekað verða uppvísir að umferðalagabrotum. En að það sé Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem er þarna á ferð, virkar á mig sem að þarna sé framkvæmdaglaður sýslumaður. T.d. búinn að gera, fyrstur allra sýslumanna, tilkall í ökutæki sem var notað í að stinga lögguna af (það endaði þó með sviplegum hætti), og hefur á eftir sér slóð umsagna sem bera vott af offorsi í starfi. Bæði á Ísafirði sem og nú fyrir sunnan. Ég heyrði nú bara fyrir tveim vikum síðan frásögn ökumanns þar sem offors Ólafs Helga kom við sögu.
Vegna þessa held ég að menn ættu kannski að hugsa sig um tvisvar áður en þeir fagna sýsla á Selfossi. Þar sem er reykur, þar er eldur. Ef maður heyrir ítrekað, frá ótrúlegasta fólki, sögur af offorsi sýsla í starfi og alltaf kemur upp sama nafnið, Ólafur Helgi Kjartansson, þá fer maður að verða doldið skeptískur á forsendur verkgleðinnar.
![]() |
Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)