Lygi, haugalygi, tölfræði hjá koppaþefandi forvitnispúkum

Úlfar Kristinsson heitinn, stærðfræðikennari minn í Versló forðum daga, stigbeygði fyrir okkur lýsingarorðið "lygi" eitt sinn (ég veit, lygi er nafnorð) og það var svona: "Lygi, haugalygi, tölfræði". Fyrir utan það að vera algerlega andsnúinn því að fjárhagsupplýsingar einstaklinga séu á borð bornar fyrir koppaþefandi forvitnispúka, þá fara aðilar, eins og Frjáls Verslun, offari í tölfræðilegri greiningu sinni eins og vanalega. Og græða smá pening á þessu í leiðinni.

Hver er forsendan fyrir þessum útreikningum hjá þeim? Heildarútsvar skv álagningarseðlum. Og koppaþefandi forvitnispúkar falla í þá gryfju að draga þá ályktun að þetta sé þá það sem þetta fólk hefur í mánaðarlaun. Sem er ekki endilega rétt. Þetta er sú tala sem gefin var upp til skatts síðasta ár, ekki endilega mánaðarlaun, heldur summan af öllu heila klabbinu.

Ég þekki einn mann sem var í nokkur ár framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hafði 300+ starfsmenn í framlínustörfum. Hann var vel liðinn og var á sæmilegum launum. En eitt árið fékk hann greiddan uppsafnaðan árangurstengdan bónus fyrir nokkur ár og skattatölur hans árið eftir, skv. álagningarseðli, sýndu fram á að hann væri 1,5 milljón á mánuði. Sem var fjarri hinu sanna. En þegar koppaþefandi forvitnispúkar voru búnir að þefa uppúr koppum skattmanns og fá sitt, þá héldu starfsmenn þessa framkvæmdastjóra að þau laun sem Frjáls Verslun gaf upp, væru mánaðarlaun hans.

Verði Frjálsri Verslun að góðu.

Annars er ég stoltur starfsmaður Kaupþings banka og er glaður yfir því að forstjórinn, sem hefur leitt bankann, ásamt Sigurði Einarssyni, upp í að vera 142. stærsti banki í heimi, og besti bankinn á norðurlöndum, skv. bankatímaritinu Euromoney, sé á svona góðum launum. Hann á þau svo sannarlega skilið.

mbl.is Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin byrja í nýjum leikskóla

Börnin okkar, Bríet og Þengill, byrjuðu á nýjum leikskóla í dag, þar eð við erum flutt í nýtt hverfi. Leikskólinn heitir Hulduheimar.

Aðlögun byrjaði sem sagt og ég fór með Bríeti (þó ég sé enn lasinn) og Þengill var í fylgd mömmu sinnar. Dagurinn í leikskólanum var bara 40 mínútur en Bríeti tókst að sýna hvað hún er mikill snillingur eina ferðina enn. Hún var spurð af því hvenær hún ætti afmæli (2. júní) og hún fann ekki orðið sem passaði við framburðinn á 2. (annar) júní og kom því með orð sem passaði næstum því og svaraði: "Næsti júní".

snýkjudýr kvarta þegar hýsillin vill vera laus við þau

Þetta er nátturulega ekki miklar fréttir svosum en sýnir ágætlega hvernig þessir papparazzi ljósmyndarar eru. Ganga hart að fólki og ef fólkið ýtir hraustlega frá sér þá er ekki hringt í lækni. Nei, lögfræðing.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

mbl.is Ljósmyndari segir Britney hafa hent í sig pela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband