Bandaríkjamenn vilja viðhalda óvininum

Í hellunum Tora Bora var Osaman Bin Laden staddur í lok innrásarinnar í Afganistan. Hann var innan seilingar fyrir Bandaríkjamenn. Þeir vissu að hann var þar! En hvað? Jú, þeir eftirlétu ættbálkahöfðingjum að reyna að ná í hann. Og hann slapp, að sjálfsögðu. Bandaríkjamenn þorðu ekki í man to man bardaga í hellunum. Hafa sennilega óttast mannfall í sínum röðum. Það er furðulegt að hernaðarveldi á borð við Bandaríkin skuli í dag vera svo hrætt við mannfall sinna manna að þeir þora ekki að gera það sem gera þarf til að ná markmiðum eins og að ná Bin Laden og Ayman al-Zawahri.

Skv. þessari frétt þorðu þeir ekki inn til að ná í Ayman al-Zawahri og aðra. Þessi ótti við viðbrögð Pakistana er bara fyrirsláttur, sá sauður hefði ekki gert mikið meira en vera með smá múður. Þeir þorðu bara ekki að þurfa að þola mannfall við að ná í óvininn! Það er ekki flóknara en það.

Þegar ég var í frönsku Útlendingaherdeildinni 1994-1999 heyrði ég margoft sögur af heigulhátt og vanhæfni bandarískra hermanna, frá mönnum sem höfðu starfað/barist með US Army, þegar engar Tomahawk eldflaugar voru né þyrlur né stuðningur lofthernaðar. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef rauði takkinn sem drepur úr 500 km fjarlægð er ekki til staðar þora þeir ekki neinu. Því tapa þeir. Þú verður að brjóta egg til að búa til eggjahræru.

Þessi ótti þeirra við að fara alla leið í baráttunni við Al-Quaida virkar þannig á mig að þeir vilji halda til haga óvini til að réttlæta endalaus stríð í heiminum.

mbl.is Hætt við árás á al Qaeda vegna ótta við viðbrögð Pakistana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband